Hollenski listamaðurinn Kees Visser er einn af eftirtektarverðustu fulltrúum geómetrískra aðferða og hugmyndalistar. Langur og gifturíkur ferill Visser tengist náið þróun íslenskrar myndlistar á 8. og 9. áratugnum þegar póstmódernískir straumar voru ráðandi.
Ups and Downs spannar tímabil sem hófst árið 1976 með einkasýningu Kees í Gallerí súm. Athyglinni er einkum beint að þeim verkum sem Kees vann þegar hann bjó á Íslandi og bera kaflarnir heiti þeirra staða sem verkin eru innblásin af; Varmaland, Stórutjarnir og Reykjavík.
Kees býr og starfar í Reykjavík, París og Haarlem.
Hollenski listamaðurinn Kees Visser er einn af eftirtektarverðustu fulltrúum geómetrískra aðferða og hugmyndalistar. Langur og gifturíkur ferill Visser tengist náið þróun íslenskrar myndlistar á 8. og 9. áratugnum þegar póstmódernískir straumar voru ráðandi.
Ups and Downs spannar tímabil sem hófst árið 1976 með einkasýningu Kees í Gallerí súm. Athyglinni er einkum beint að þeim verkum sem Kees vann þegar hann bjó á Íslandi og bera kaflarnir heiti þeirra staða sem verkin eru innblásin af; Varmaland, Stórutjarnir og Reykjavík.
Kees býr og starfar í Reykjavík, París og Haarlem.